Gönguferðir, hestaleiga, veiði

Prenta út

alt 

Afþreying er við allra hæfi í Breiðdal, svo sem gönguferðir og náttúruskoðun ásamt veiðimöguleikum í lofti og á legi. Hótel Staðarborg er hentugur staður fyrir ættarmót og vinnustaðaferðir þar sem aðgangur er að samkomusal og grasi grónum íþróttavelli á lóð hótelsins.

Við hótelið er tjörn þar sem silungur allt að tveimur pundum lifa. Á hótelinu eru seld veiðileyfi á vægu verði og getur það verið góð afþreying fyrir unga sem aldna að kasta fyrir fisk í þessari litlu en fallegu tjörn.

Á Breiðdalsvík er matvöruverslun opin alla daga svo og olíu- og bensínafgreiðsla. Þar er einnig sundlaug opin hluta úr degi.

alt 

Víðátta er mikil í Breiðdal og er hægt að velja stuttar og langar gönguleiðir við hæfi og vilja hvers og eins.